miðvikudagur 6. júní 2012

Orðræðan um loftslagsbreytingar

Mánudaginn 4. júní hófst ný kennslulota í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun með námskeiðinu Communicating Climate Change and Sustainable Development. Námskeiðið fjallar um þá orðræðu sem birtist í fjölmiðlum um loftslagsbreytingar og sjálfbæra þróun og mun standa yfir í viku. Kennari námskeiðsins er Guðni Elísson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðni kennir í CMM náminu við Háskólasetrið og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til starfa.

Námskeiðið stendur yfir í viku en að því loknu tekur við tveggja vikna kennslullota þar sem boðið verður upp á tvö námskeið, annarsvegar námskeið um fiskeldi og hinsvegar námskeið um ferðamennsku og skipulagsmál á strandsvæðum.

Guðni Elísson kennir yfirstandandi námskeið um orðræðu í fjölmiðlum um loftslagsbreytingar og sjálfbæra þróun.
Guðni Elísson kennir yfirstandandi námskeið um orðræðu í fjölmiðlum um loftslagsbreytingar og sjálfbæra þróun.