þriðjudagur 24. mars 2009

Opinn fyrirlestur um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið

Á morgun, miðvikudaginn 25. mars flytur Kristján Freyr Helgason, sérfræðingur hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, opinn fyrirlestur um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Fyrirlesturinn fer fram á ensku í stofu 6 á milli klukkan 13 og 15 og er í tengslum við námskeiðið Fisheries management and ecological modeling í meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun.