miðvikudagur 11. desember 2013

Opin umræða: Er ferðaþjónusta fyrir skemmtiferðaskip á Ísafirði sjálfbær?

Megan O‘Brien meistaranemi við Háskólasetur Vestfjarða hefur frá því í sumar unnið að meistaraverkefni sínu þar sem hún skoðar hvort það séu takmörk fyrir því hversu mörg skemmtiferðaskip Ísafjörður getur tekið á móti ár hvert. Sérstaklega var horft til þolmarka bæjarins og íbúa hans gagnvart því að vera hluti af jákvæðri upplifun farþega skemmtiferðaskipa, samtímis því að viðhalda jákvæðu hugarfari gagnvart þjónustunni við þennan hóp ferðamanna. Það er vaxandi áhugi á áhrifum skemmtiferðaskipa á ferðaþjónustu um allan heim en lítill gaumur gefinn að samfélags- eða menningaráhrifum. Slíkt krefst sjálfbærra stjórnunarhátta þannig að farþegar upplifi heimsóknina á jákvæða n hátt. Til að öðlast sýn íbúa Ísafjarðar á viðfangsefnið lagði Megan fyrir nokkuð umfangsmikla könnun um efnið sem margir tóku þátt í.

Þar sem senn líður að brottför Megan frá Ísafirði langar hana til að upplýsa áhugasama um helstu niðurstöður könnunarinnar og þiggja jafnvel ábendingar um hvað betur megi fara.

Umræðan mun fara fram í stofu 1 í Háskólasetri Vestfjarða, föstudaginn 13. desember klukkan 12:10. Umræðan fer fram á ensku.