Opið hús í Vestrahúsinu á Ísafirði
Föstudaginn 1. apríl, milli klukkan 15 og 18, bjóða stofanir og fyrirtæki í Vestrahúsinu, Suðurgötu 12 á Ísafirði, gestum og gangandi að kynnast þeirri fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í húsinu. Íbúar á norðanverðum Vestfjörðum eru hvattir til að nota tækifærið og líta við. Víða í húsinu verður boðið upp á veitingar og starfsmenn verða með svör á reiðum höndum um starfsemina, tækjakost og annað sem verður til sýnis.
Meðal þess sem boðið verður upp á:
- Í blautrými Hafró á jarðhæð verður tækjabúnaður stofnunarinnar til sýnis, þ.á m. kafbátur og neðansjávarmyndavél, auk fiska af ýmsu tagi
- Kerecis býður gestum að prófa krem sem unnin eru úr fiskafurðum og kynnir grunndvallaratriði í kremaframleiðslu
- Snjóflóðasetur Veðurstofunnar sýnir myndir og myndbönd frá rannsóknum sínum
- Fræðslumiðstöð Vestfjarða kynnir starfsemi sína. Þar hanga einnig uppi glæsilegir borðar um frumkvöðla í fullorðinsfræðslu á Vestfjörðum sem forvitnilegt er að skoða
- Nýsköpunarmiðstöð kynnir m.a. stafrænu smiðjuna Fab Lab og ýmiskonar nýsköpunaraðstoð
- Myndasýning frá starfsemi Háskólaseturs í gegnum tíðina
- Kynning á viðfangsefnum meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun
- Fyrirtæki á jarðhæð í norðausturhorni hússins (Neðri málstofan) sameinast um að ,,draga eitthvað ætilegt upp úr hafinu" og bjóða gestum að smakka og skoða starfsemi hverrar skrifstofu í leiðinni
Stofnanir og fyrirtæki í Vestrahúsinu:
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða
Teiknistofan Eik
Fjórðungssamband Vestfirðinga
Fjölmenningarsetur Íslands
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Hafrannsóknarstofnun
Háskólasetur Vestfjarða
Impra á Nýsköpunarmiðstöð
Ísfang
Kerecis
Matís
Meleyri
Rauði kross Íslands
Skipaafgreiðsla Gunnars Jónssonar
Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands
Starfsendurhæfing Vestfjarða
Vestri
Vinnueftirlitið
Vinnumiðlun á Vestfjörðum
Þýðingarmiðstöð Utanríkisráðuneytisins