Opið hús í Vestrahúsinu
Á morgun, föstudaginn 19. apríl verður opið hús í Vestrahúsinu að Suðurgötu 12 á Ísafirði. Stofnanir og fyrirtæki hússins bjóða gesti velkomna og kynna þá starfsemi sem fram fer í húsinu. Opna húsið hefst klukkan 15 og lýkur klukkan 18. Þetta er frábært tækifæri fyrir Vestfirðinga til að kynnast þeirri fjölþættu starfsemi sem rekin er í húsinu.
Nemendur í meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun munu kynna námið og starfsemi nemendafélagsins Ægis. Einnig stendur Ægir fyrir kökusölu og býður gestum sérstaklega að kynnast nemendum yfir kaffispjalli, en nemendurnir koma víðsvegar að úr heiminum.
Allir hjartanlega velkomnir!
Nemendur í meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun munu kynna námið og starfsemi nemendafélagsins Ægis. Einnig stendur Ægir fyrir kökusölu og býður gestum sérstaklega að kynnast nemendum yfir kaffispjalli, en nemendurnir koma víðsvegar að úr heiminum.
Allir hjartanlega velkomnir!