föstudagur 22. október 2021

Opið hús fyrir Fjórðungsþingsfulltrúa Vísindaport fellur niður

Í dag verður opið hús í Vestrahúsinu fyrir fulltrúa á Fjórðungsþingi. Af þeim sökum fellur Vísindaport niður rétt eins og síðastliðinn föstudag þegar það féll niður vegna Hringborðs norðurslóða sem margir starfsmenn og nemendur sóttu. Þá er vert að minna á að fjölmargir viðburðir eru í gangi í Ísafjarðarbæ vegna menningarhátíðarinnar Veturnátta og því nóg um að vera.

Vísindaportið heldur þó ótrautt áfram í næstu viku með spennandi fyrirlestri sem verður auglýstur nánar síðar.