Opið helgarnámskeið í júní: Úrlausn ágreiningsmála
Nánari upplýsingar má nálgast hjá Mörthu Lilju M. Olsen kennslustjóra Háskólaseturs Vestfjarða (marthalilja (hjá) uwestfjords) eða Dagnýju Arnarsdóttur fagstjóra meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun (dagny (hjá) uwestfjords.is).
Páll Ásgeir Davíðsson lauk cand.jur gráðu frá Lagadeild Háskóla Íslands og L.L.M. gráðu frá Columbia háskóla í New York. Hann hefur yfir tíu ára alþjóðlega starfsreynslu af málefnum sem varða tengsl á milli mannréttinda, viðskipta og öryggis og starfaði um árabil hjá Sameinuðu þjóðunum. Páll er stofnandi Eþikos, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi. Sem kennari hefur hann þróað og kennt námskeið um mannréttindi og viðskipti auk námskeiða um alþjóðalög með áherslu á öryggis og friðarmál við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Frá árinu 2007 hefur Páll verið gisti prófessor við Fordham háskólann í New York þar sem hann hefur kennt námskeið um mannréttindi og viðskipti. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur Páll starfað á átakasvæðum, m.a. í lýðveldinu Kongó þar sem úrlausn ágreiningsmála í samhengi við nýtingu náttúruauðlinda er bráðnauðsynleg til að ná fram viðvarandi friði.