föstudagur 21. nóvember 2008

Opið fyrir umsóknir í meistaranám á vorönn 2009

Háskólasetur Vestfjarða hefur opnað fyrir umsóknir í meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun fyrir vorönn 2009, umsóknarfrestur er til og með 15. desember. Haf- og strandsvæðastjórnun er þverfaglegt nám á sviði umhverfis og auðlindastjórnunar með sérstaka áherslu á hafið og ströndina. Námið er alþjóðlegt, kennt á ensku og býr nemendur undir spennandi störf á sviði skipulagsmála, auðlindanýtingar, umhverfismats, rannsókna og öðrum tengdum viðfangsefnum.

Umsækjendur skulu fylla út umsóknareyðublað, sem má nálgast hér á heimasíðunni. Allir umsækjendur þurfa að standast almenn inntökuskilyrði námsins og hljóta samþykki meistaranámsnefndar.

Nemendur og kennarar í vettvangsferð á skútunni Aurora í september 2008
Nemendur og kennarar í vettvangsferð á skútunni Aurora í september 2008