Opið fyrir umsóknir í meistaranám
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í meistaranámsleiðir Háskólaseturs, Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnun, fyrir skólaárið 2022-2023. Boðið er upp á tvo umsóknarfresti. Fyrri umsóknarfresturinn er 15. febrúar, fyrir besta möguleikann á inngöngu, seinni umsóknarfrestur er 15. apríl.
Í haust hófum 43 nemendur nám í námsleiðunum tveimur. Fjöldi umsókna í námsleiðirnar hefur vaxið undanfarin ár og því hvetjum við til þess að umsækjendur nýti sér fyrri umsóknarfrestinn, 15. febrúar. Þetta á sérstaklega við umsækjendur frá löndum utan EES-svæðisins sem þurfa að afla margvíslegra gagna vegna dvalarleyfis.
Allar frekari upplýsingar má finna á vefsíðum námsleiðanna tveggja:
Vakni einhverjar spurningar er velkomið að hafa samband í gegnum netfangið info@uw.is.