miðvikudagur 20. maí 2009

Ókeypis námskeið um gerð CV og ferilskrár

Þú ert búinn að útskrifast eða ert að fara að útskrifast og þarft að fara í atvinnuleit. Nauðsynlegt er að eiga skýrt, heiðarlegt, áhrifamikið og vel skrifað CV eða ferilskrá, og að vita hvenær á við að nota hvað.
 
Hvort sem þú byrjar frá grunni eða þarft að uppfæra núverandi CV eða ferilskrá, þá er þér boðið að taka þátt í hálfsdags námskeiði, þar sem þú færð verkfæri, tækni, ábendingar og leiðsögn um hvernig skrifa á CV eða ferilskrá. Fjallað verður um mismunandi hefðir í ólíkum löndum, á Íslandi, í Evrópu og Norður - Ameríku. Einnig verður fjallað um gerð umsóknarbréfa.


Námskeiðið fer fram laugardaginn 23. maí kl. 9-12 í Háskólasetri Vestfjarða. Framsögur fara fram á ensku en hópvinna á íslensku eða eftir samsetningu þátttakenda. Námskeiðið er ókeypis og opið öllum - menntskælingum, háskólanemum og öðrum áhugasömum.