Ófriður í Paradís - rætt um reynslu við vopnahléseftirlit á Sri Lanka
Auður hefur einnig starfað fyrir Íslensku friðargæsluna á Balkanskaganum. Hún hefur einnig meðal annars starfað við meistaranámsleið í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands og sem sérfræðingur á Alþjóðaskrifstofu umhverfisráðuneytisins. Er Auður um þessar mundir stödd á Ísafirði þar sem hún er að kenna námskeiðið Coastal and Marine Politics and Policy, sem er eitt af kjarnanámskeiðunum í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða.
Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum. Þar er fjallað í stuttu máli, 20-30 mínútur, um yfirstandandi rannsóknir eða rannsóknir sem er lokið og svo er orðið gefið laust. Vísindaportið hefst kl 12.10 og fer fram í kaffisal Háskólaseturs Vestfjarða. Allir eru velkomnir.