fimmtudagur 9. júní 2011

Nýtt samstarfsnet á vegum Norðurslóðaháskólans

Háskólasetur Vestfjarða og Háskólinn á Akureyri leiða nýtt samstarfsnet (Thematic Network) á vegum Norðurslóðaháskólans (University of the Arctic) á sviði haf- og strandsvæðastjórnunar. Markmið samstarfsnetsins er að efla tengslanet háskóla á norðurslóðum á sviði haf- og strandsvæðastjórnunar, koma á fót kennara- og stúdentaskiptum og efla rannsóknarsamstarf. Háskólasetrið og Háskólinn á Akureyri hafa verið aðilar að Norðurslóðaháskólanum um árabil. Aðrir aðilar að samstarfsnetinu um haf- og strandsvæðastjórnun eru Murmansk State Humanities University, University of Washington og University of Norland. Samstarfsnetið er einnig opið fleiri áhugasömum aðilum.

Stofnað var til samstarfsnetsins á ársfundi Norðurslóðaháskólans árið 2010 í Yakutsk en upphafsfundur samstarfsnetsins verður haldinn í tengslum við alþjóðlegu ICASS ráðstefnuna (International Conference on Arctic Socieal Sciences) sem fram fer á Akureyri í júní 2011 undir yfirskriftinni Human Aspects of Fisheries in the Arctic Coastal Region.

Um þessar mundir fagnar Norðurslóðaháskólinn 10 ára afmæli sínu og stendur ársfundur hans yfir í Rovaniemi í Finnlandi í þessari viku. Í tengslum við afmælið kom út sérstakt afmælishefti af tímariti Norðurslóðaháskólans, Shared Voices. Í blaðinu birtist grein eftir þá Peter Weiss, forstöðumann Háskólaseturs og Bjarna Eiríksson verkefnastjóra við HA, um samstarfsnetið Thematic Network on Arctic Coastal and Marine Management. Shared Voices má nálgast hér og grein þeirra Peters og Bjarna er á blaðsíðu 22.

 


Ísafjörður. Ljósmynd: Kjartan Pétur Sigurðarson.
Ísafjörður. Ljósmynd: Kjartan Pétur Sigurðarson.