fimmtudagur 8. janúar 2009

Nýtt námskeið hafið Haf- og strandsvæðastjórnun

Í vikunni hófst kennsla í námskeiðinu Coastal and Marine Politics and Policy í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun. Kennari námskeiðsins er Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur. Auður hefur meðal annars starfað við meistaranámsleið í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands og sem sérfræðingur á Alþjóðaskrifstofu Umhverfisráðuneytisins. Síðastliðin tvö ár hefur hún svo starfað fyrir Íslensku friðargæsluna á Sri Lanka og á Balkanskaganum.

Námskeiðið Coastal and Marine Politics and Policy er næstsíðasta kjarnanámskeið meistaranámsins, en hið síðasta er Climate Changes and Policy sem hefst 26. janúar. Að því loknu taka við valnámskeið og verða þá tvö námskeið í boði í hverri þriggja vikna lotu.

Auður H. Ingólfsdóttir
Auður H. Ingólfsdóttir