miðvikudagur 28. september 2011

Nýtt námskeið: Samþætt haf- og strandsvæðastjórnun

Í vikunni hófst nýtt námskeið í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun og ber það heitið Integrated Coastal Zone Management: Introduction and Theory. Er um að ræða grunnnámskeið þar sem fjallað er um helstu hugtök og aðferðir samþættrar haf- og strandsvæðastjórnunar og saga og þróun hennar í heiminum skoðuð. Sjá nánar heimasíðu námskeiðsins.

 

Kennari er Jamie Alley frá Kanada. Hann hefur ekki áður kennt við Háskólasetrið og bjóðum við hann því sérstaklega velkominn. Jamie er landfræðingur að mennt og hefur rúmlega 30 ára reynslu að baki sem sérfræðingur á sviði umhverfis- og auðlindastjórnunar. Hann hefur áður unnið á vegum fylkisstjórnar British Columbia en rekur nú sjálfstætt ráðgjafafyrirtæki.


Jamie Alley er kennari námskeiðsins um samþætta stjórnun haf- og strandsvæða.
Jamie Alley er kennari námskeiðsins um samþætta stjórnun haf- og strandsvæða.