Nýtt námskeið: Physical Processes of Coastal and Marine Environments
Jöfnum höndum verður fjallað um viðfangsefni námskeiðsins út frá íslenskum aðstæðum sem og aðstæðum víða um heim. Rannsóknarsvið Steingríms Jónssonar snúa einkum að almennri haffræði hafsvæðisins í kringum Ísland, áhrifum ástands sjávar á líffræðilegar auðlindir, breytileika loftslags og áhrif þess, hafstraumum í kringum Ísland og breytileika þeirra og haffræði íslenskra fjarða. Mike Phillips mikilvirkur fræðimaður á alþjóðavísu, einkum sem meðlimur í Severn Estuary Research Advisory Gropu sem fjallar um framtíðarmál er varða viðbrögð við loftslagsbreytingum og hækkun sjávarborðs, hann er einnig varaformaður Haf- og strand vinnuhóps Hins konunglega landfræðifélags, í Bretlandi. Mike hefur birt yfir 50 rannsóknargreinar og bókakafla og hefur verið skipaður í ritstjórnarráð vísindatímaritsins Journal of Coastal Research. Hann gegnir nú stöðu yfirmanns School of Built and Natural Environment við Swansea Metropolitan háskólann.