miðvikudagur 24. nóvember 2010

Nýtt námskeið: Physical Processes of Coastal and Marine Environments

Mike Phillips, prófessor við Swansea Metropolitan háskólann í Wales.
Mike Phillips, prófessor við Swansea Metropolitan háskólann í Wales.
Jöfnum höndum verður fjallað um viðfangsefni námskeiðsins út frá íslenskum aðstæðum sem og aðstæðum víða um heim. Rannsóknarsvið Steingríms Jónssonar snúa einkum að almennri haffræði hafsvæðisins í kringum Ísland, áhrifum ástands sjávar á líffræðilegar auðlindir, breytileika loftslags og áhrif þess, hafstraumum í kringum Ísland og breytileika þeirra og haffræði íslenskra fjarða. Mike Phillips mikilvirkur fræðimaður á alþjóðavísu, einkum sem meðlimur í Severn Estuary Research Advisory Gropu sem fjallar um framtíðarmál er varða viðbrögð við loftslagsbreytingum og hækkun sjávarborðs, hann er einnig varaformaður Haf- og strand vinnuhóps Hins konunglega landfræðifélags, í Bretlandi. Mike hefur birt yfir 50 rannsóknargreinar og bókakafla og hefur verið skipaður í ritstjórnarráð vísindatímaritsins Journal of Coastal Research. Hann gegnir nú stöðu yfirmanns School of Built and Natural Environment við Swansea Metropolitan háskólann.