fimmtudagur 29. september 2011

Nýsköpun á Vestfjörðum: Kerecis

 

Í Vísindaporti föstudaginn 30. september mun Dóra Hlín Gísladóttir kynna nýsköpunarfyrirtækið Kerecis. Kerecis þróar, framleiðir og markaðssetur lækningavörur undir nafninu MariGen og MariCell. En báðar þessar vörur innihalda kollagen og omega3 olíur úr fiskiroði og eru notaðar við sárameðferðir.

Dóra Hlín er þróunarstjóri Kerecis. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í efnaverkfræði frá Kungliga tekniska högskolan í Stokkhólmi árið 2007 en hafði áður lokið B.Sc. gráðu í efnaverkfræði frá Háskóla Íslands vorið 2004.

Vísindaportið sem er öllum opið er haldið í kaffistofu Háskólasetursins og hefst klukkan 12:10.