Nýr starfsmaður Háskólaseturs
Fyrsta nóvember síðastliðinn hóf Ingi Björn Guðnason störf hjá Háskólasetri Vestfjarða. Ingi Björn er verkefnastjóri og mun til að byrja með hafa umsjón með uppbyggingu nýrrar vefsíðu Háskólaseturs. Hjá Háskólasetri er í uppbyggingu frumgreinanám og ný námsleið á mastersstigi í Haf- og strandsvæðastjórnun, í því samhengi var nauðsynlegt að hugsa vefsíðuna í stærra samhengi en hún er hönnuð af Ágústi Atlasyni hjá Snerpu. Ingi mun í framhaldinu einnig sinna almannatengslum sem og námsmannakomum, námskeiðum og ýmsu öðru. Hann er bókmenntafræðingur að mennt og er að ljúka MA-prófi frá Háskóla Íslands en lokaritgerð hans fjallar um skáldsögur Jóns Kalmans Stefánssonar.