miðvikudagur 4. janúar 2012

Nýr móttökuritari

Nýja árið byrjar með nýjum verkefnum hjá Þórdísi Lilju Jensdóttur, en hún hóf störf sem nýr móttökuritari hjá Háskólasetri nú eftir áramótin.

Þórdís Lilja er lífeindafræðingur, en hefur líka stundað nám í hagnýtri fjölmiðlun og fengist við greinarskrif, umbrot og ritstjórn.
Móttökuritarar eru formlega starfsmenn Háskólasetursins, en starfa fyrir allar stofnanir á hæðinni.

Um leið og Háskólasetrið býður nýjan starfsmann velkominn til starfa, er fráfarandi móttökuritara, Nikólínu Beck Þorvaldsdóttur, þakkað fyrir vel unnin störf og óskað velfarnaðar á nýju ári.

Þórdís Lilja Jensdóttir í Háskólasetri
Þórdís Lilja Jensdóttir í Háskólasetri