Nýr kennslustjóri tekur til starfa
Fyrr í þessum mánuði tók Kristín Ósk Jónasdóttir til starfa sem kennslustjóri við Háskólasetur Vestfjarða. Kristín Ósk tekur við starfinu af Mörthu Lilju M. Olsen sem hafði gengt því frá því Háskólasetrið hóf starfsemi í janúar 2006.
Kristín Ósk lýkur meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu (MPA) frá Háskóla Íslands í október næstkomandi. Hún hefur áður lokið Diploma-gráðu í náms- og starfsráðgjöf frá HÍ auk almenns kennaranáms frá Kennaraháskóla Íslands og viðbótarnámi í stærðfræðikennslu. Kristín hefur víðtæka reynslu úr skólakerfinu, sem kennari, skólastjóri og nú síðast sem grunnskólafulltrúi á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Kristín Ósk lýkur meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu (MPA) frá Háskóla Íslands í október næstkomandi. Hún hefur áður lokið Diploma-gráðu í náms- og starfsráðgjöf frá HÍ auk almenns kennaranáms frá Kennaraháskóla Íslands og viðbótarnámi í stærðfræðikennslu. Kristín hefur víðtæka reynslu úr skólakerfinu, sem kennari, skólastjóri og nú síðast sem grunnskólafulltrúi á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.