Nýr hópur meistaranema boðinn velkominn

Nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun á ströndinni við Holt í Önundarfirði.
Á sunnudaginn komu nemendurnir svo saman í Tunguskógi og fylgdu Kristjönu Einarsdóttur hjá Náttúrustofu Vestfjarða í gönguferð þar sem þeir fræddust um íslenskar plöntur og notuðu jafnframt tækifærið og tíndu gómsæt aðalbláber.
[mynd 3 h]Kennsla hófst svo af fullum krafti í dag, mánudag en liður í henni þessa vikuna er málþing um skipulag og stjórnun strandsvæða sem fram fer á fimmtudag og föstudag.
Þótt flestir nemendurnir hafi skilað sér fyrir helgina er enn von á nokkrum í vikunni svo enn um sinn verður nokkuð að gera í því að koma fólki fyrir og hjálpa þeim að aðlagast lífinu á Ísafirði.
Það er spennandi vetur framundan í Háskólasetrinu!