Nýr fjarnámshópur í hjúkrunarfræði haustið 2008
Með bréfi þann 23. maí s.l. var það staðfest af deildarforseta heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri að skólinn hygðist verða við beiðni Háskólaseturs Vestfjarða um að nýr hópur á Ísafirði hefji fjarnám í hjúkrunarfræði við skólann haustið 2008.
Þetta er mikið gleðiefni fyrir Háskólasetrið og þá einstaklinga hér á svæðinu sem áhuga hafa á að leggja stund á nám í hjúkrunarfræði, en 15 manns hafa nú þegar haft samband við HSvest og lýst yfir áhuga á því að hefja fjarnám í hjúkrunarfræði haustið 2008. Háskólasetrið mun leggja sitt af mörkum til að halda utan um þennan hóp áhugasamra nemenda og er ætlunin að næstkomandi vetur verði haldið undirbúningsnámskeið fyrir þessa nemendur til þess að búa þá undir krefjandi nám í hjúkrunarfræði og reyna að auðvelda þeim að komast í gegnum niðurskurðinn eftir fyrstu önnina. Ef einhverjir áhugasamir hafa enn ekki sett sig í samband við Háskólasetrið og sett nafn sitt á lista tilvonandi hjúkrunarfræðinema þá eru þeir hvattir til að gera það svo þeir geti verið með frá upphafi og tekið þátt í undirbúningnum næsta vetur. Hægt er að hafa samband með tölvupósti á marthalilja@hsvest.is eða hringja í síma 450 3040.
Þetta er mikið gleðiefni fyrir Háskólasetrið og þá einstaklinga hér á svæðinu sem áhuga hafa á að leggja stund á nám í hjúkrunarfræði, en 15 manns hafa nú þegar haft samband við HSvest og lýst yfir áhuga á því að hefja fjarnám í hjúkrunarfræði haustið 2008. Háskólasetrið mun leggja sitt af mörkum til að halda utan um þennan hóp áhugasamra nemenda og er ætlunin að næstkomandi vetur verði haldið undirbúningsnámskeið fyrir þessa nemendur til þess að búa þá undir krefjandi nám í hjúkrunarfræði og reyna að auðvelda þeim að komast í gegnum niðurskurðinn eftir fyrstu önnina. Ef einhverjir áhugasamir hafa enn ekki sett sig í samband við Háskólasetrið og sett nafn sitt á lista tilvonandi hjúkrunarfræðinema þá eru þeir hvattir til að gera það svo þeir geti verið með frá upphafi og tekið þátt í undirbúningnum næsta vetur. Hægt er að hafa samband með tölvupósti á marthalilja@hsvest.is eða hringja í síma 450 3040.