fimmtudagur 25. ágúst 2022

Nýnemarnir mættir

Yfir 30 nýir nemendur hefja meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða í næstu viku og standa nýnemadagar yfir 25.-26. ágúst. Þar fá nemarnir að kynnast starfsfólki og húsakynnum Háskólaseturs, kynnast hvert öðru og setja sig betur inn í fyrirkomulag námsins og hlutverk hvers kennara og starfsmanns.

Að mörgu er að hyggja þegar flutt er á ókunnan stað í nýju landi en að þessu sinni koma nýnemarnir frá mjög fjölbreyttum svæðum frá mörgum heimshlutum, s.s. Alaska, Jómfrúreyjum og Indlandi. Það var því sannarlega fjölmenningarlegur og alþjóðlegur nemendahópur sem var boðinn velkominn á fimmtudagsmorgun og verður hristur saman næstu daga, enda mikilvægt að dvölin verði öllum ánægjuleg næstu tvö árin svo nemendurnir fái sem mest út úr náminu. 

 


Nýnemar haustið 2022 í háskólaportinu
Nýnemar haustið 2022 í háskólaportinu