miðvikudagur 26. september 2012

Nýnemar kynnast sunnanverðum Vestfjörðum

Hópmynd tekin við Dynjanda
Hópmynd tekin við Dynjanda
Síðasta sunnudag hélt hópurinn af stað í árlega tveggja daga vettvangsferð um sunnanverða Vestfirði. Þar kynntist hann umhverfi, auðlindum, samgöngum og ekki síst rannsóknatækifærum svæðisins. Heimsótt voru fyrirtæki, stofnanir, söfn, sveitarfélög og náttúruperlur svæðisins skoðaðar.


Við Dynjandisvog stoppaði hópurinn á Hrafnseyri og fræddist um líf og störf Jóns Sigurðssonar. Því næst var haldið í Mjólkárvirkjun og fræddust nemendur þar um hvaðan rafmagnið á Vestfjörðum kemur.


Á Patreksfirði heimsótti hópurinn bæjarstjórann Ásthildi Sturludóttur, Lilju Magnúsdóttur, verkefnastjóra hjá Matís og snæddi loks kvöldverð á Sjóræningjasetrinu.


Hópurinn heimsótti safnið á Hnjótum og gisti í Breiðuvík.


[mynd 3 h]Við Látrabjarg hitti hópurinn Hákon, starfsmann Látrastofu/UST, og fræddist um fyrirhugaða stofnun verndarsvæðis við Látrabjarg.


Á Bíldudal fór hópurinn í heimsóknir í verksmiðju Kalkþörungafélagsins/Ískalk og fiskeldisstöð Fjarðalax í Fossfirði.

Þetta er í þriðja sinn sem nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun heimsækja sunnanverða Vestfirði í þessum tilgangi.


Háskólasetrið þakkar öllum þeim sem tóku á móti hópnum.