Nýnemar kynnast sunnanverðum Vestfjörðum
Við Dynjandisvog stoppaði hópurinn á Hrafnseyri og fræddist um líf og störf Jóns Sigurðssonar. Því næst var haldið í Mjólkárvirkjun og fræddust nemendur þar um hvaðan rafmagnið á Vestfjörðum kemur.
Á Patreksfirði heimsótti hópurinn bæjarstjórann Ásthildi Sturludóttur, Lilju Magnúsdóttur, verkefnastjóra hjá Matís og snæddi loks kvöldverð á Sjóræningjasetrinu.
Hópurinn heimsótti safnið á Hnjótum og gisti í Breiðuvík.
[mynd 3 h]Við Látrabjarg hitti hópurinn Hákon, starfsmann Látrastofu/UST, og fræddist um fyrirhugaða stofnun verndarsvæðis við Látrabjarg.
Á Bíldudal fór hópurinn í heimsóknir í verksmiðju Kalkþörungafélagsins/Ískalk og fiskeldisstöð Fjarðalax í Fossfirði.
Þetta er í þriðja sinn sem nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun heimsækja sunnanverða Vestfirði í þessum tilgangi.
Háskólasetrið þakkar öllum þeim sem tóku á móti hópnum.