miðvikudagur 10. júní 2015

Ný stjórn tekur til starfa

Á aðalfundi Háskólaseturs Vestfjarða föstudaginn 22. maí síðastliðinn var ný stjórn Háskólaseturs Vestfjarða kjörin. Úr stjórn gekk Halldór Halldórsson sem gengt hefur stöðu stjórnarformans frá stofnun Háskólaseturs fyrir 10 árum. Halldór fer þó ekki langt því hann mun áfram sitja í varastjórn. Úr stjórn gekk einnig Jóna Finnsdóttir sem setið hefur í stjórn Háskólaseturs fyrir hönd fulltrúaráðs frá 2009. Nýir stjórnarmenn eru Harpa Grímsdóttir, tilnefnd af Ísafjarðarbæ, og Elísabet Gunnarsdóttir, kosin af fulltrúaráði.  

Nýkjörin stjórn Háskólaseturs hélt sinn fyrsta fund föstudaginn 5. júní síðastliðinn. Líkt og venja er fór fundurinn fram í gegnum símafundarbúnað með þeim stjórnarmönnum sem ekki eru búsettir á svæðinu. Það féll í skaut aldursforseta stjórnar, Stefáns B. Sigurðssonar, að stýra þessum fyrsta fundi en meðal verkefna fundarins var að skipta verkum með stjórn. Ákveðið var að Stefán taki að sér stjórnarformennsku fyrsta árið en að Harpa Grímsdóttir taki við af honum. Kristján G. Jóakimsson var kjörinn ritari stjórnar.


Stjórnarmenn sem staddir voru á Ísafirði á fyrsta stjórnarfundinum. Frá vinstri: Kristján G. Jóakimsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Harpa Grímsdóttir og Dóra Hlín Gísladóttir, formaður fulltrúaráðs.
Stjórnarmenn sem staddir voru á Ísafirði á fyrsta stjórnarfundinum. Frá vinstri: Kristján G. Jóakimsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Harpa Grímsdóttir og Dóra Hlín Gísladóttir, formaður fulltrúaráðs.