Ný stjórn Háskólaseturs
Á aðalfundi Háskólaseturs Vestfjarða, sem fram fór föstudaginn 27. maí síðastliðinn, var meðal annars kosin ný stjórn. Úr stjórninni gengu Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sem setið hafði í stjórninni fyrir hönd rektora íslensku háskólanna frá árinu 2007. Einnig lét Soffía Vagnsdóttir af stjórnarsetu, en hún hafði setið í stjórn Háskólaseturs frá stofnun þess.
Þau Soffía og Þorsteinn hafa hvort um sig verið öflugir stjórnarmenn og eiga drjúgan þátt í þeim stóru skrefum sem Háskólasetrið hefur stigið á síðustu árum og þökkum við þeim kærlega fyrir vel unnin störf. Í stjórnina setjast í þeirra stað Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum fyrir hönd rektoranna en Jóna Finnsdóttir, framkvæmdastjóri Listaháskóla Íslands tekur sæti Soffíu Vagnsdóttur. Ásamt þeim munu áfram sitja í nýju stjórninni Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, formaður stjórnar, Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar og Kristján G. Jóakimsson, frá Hraðfrystihúsinu Gunnvör.
Þau Soffía og Þorsteinn hafa hvort um sig verið öflugir stjórnarmenn og eiga drjúgan þátt í þeim stóru skrefum sem Háskólasetrið hefur stigið á síðustu árum og þökkum við þeim kærlega fyrir vel unnin störf. Í stjórnina setjast í þeirra stað Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum fyrir hönd rektoranna en Jóna Finnsdóttir, framkvæmdastjóri Listaháskóla Íslands tekur sæti Soffíu Vagnsdóttur. Ásamt þeim munu áfram sitja í nýju stjórninni Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, formaður stjórnar, Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar og Kristján G. Jóakimsson, frá Hraðfrystihúsinu Gunnvör.