miðvikudagur 27. janúar 2010

Ný lota hafin: Coastal and Marine Ecology

Mánudaginn 25. janúar hófst ný lota í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun með námskeiðinu Coastal and Marine Ecology. Kennari námskeiðsins er dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands í Bolungarvík en auk hennar kemur forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða, dr. Þorleifur Eiríksson, að kennslu námskeiðsins ásamt rannsóknarnemum við Rannsóknarsetrur HÍ í Bolungarvík. Það er svo sannarlega óþarfi að sækja vatnið yfir lækinn í þessum efnum, enda eru rannsóknarsetur Háskóla Íslands og Náttúrustofa Vestfjarða rétt handan við Óshlíðina.

 

Fyrstu lotu ársins lauk fyrir helgi með námskeiðinu Coastal and Marine Politics and Policy. Kennari þess, Auður H. Ingólfsdóttir, hefur verið við störf hjá Háskólasetrinu við nokkur tækifæri, við kennslu, sem leiðbeinandi meistaraverkefnis og sem ráðgjafi. Hún mun einnig koma að kennslu í maí í námskeiðnu Climate Canges and Policy.


dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir kennir námskeiðið Coastal and Marine Ecology.
dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir kennir námskeiðið Coastal and Marine Ecology.