Ný kennslulota hefst
Í dag hófst ný þriggja vikna kennslulota í meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun, með námskeiðunum Marine Transportation og On the Law of the Sea and the Environment. Fyrrnefnda námskeiðið kennir Dong Yang frá Syddansk Universitet, en hið síðarnefnda kenna þrír kennarar þau Pétur Dam Leifsson, Háskóla Íslands, Helgi Áss Grétarsson HÍ, og Hrafnhildur Bragadóttir hjá Umhverfisstofnun.