mánudagur 11. október 2010

Ný kennslulota hafin

Í dag hófst ný þriggja vikna kennslulota í meistranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun með námskeiðinu Economics of Caostal and Marine Environments. Eins og titill námskeiðsins gefur til kynna fjallar námskeiðið um umhverfishagfræði með sérstaka áherslu á haf- og strandsvæði. Nemendur læra að þekkja ýmsar fræðilegar forsendur og kynnast aðferðum sem gera þeim kleift að skilja sambandið á milli efnahagskerfisins og náttúrunnar.

Kennari námskeiðsins er Dr. Gabriela Sabau frá Memorial háskólanum í Nýfundnalandi, Kanada. Þetta er þriðja árið í röð sem Dr. Sabau kennir námskeiðið og því má segja að hún, líkt og fleiri utanaðkomandi kennarar okkar, sé orðin nokkuð heimavön á Ísafirði. Það er einstaklega ánægulegt fyrir Háskólasetrið að fá hæfa kennara ár eftir ár til kennslu í meistranáminu enda skapar slíkt mikilsverðan stöðugleika í kennslumálum.

Dr. Sabau kennir námskeiðið Economics of Coastal and Marine Environments í þriðja skipti þetta árið.
Dr. Sabau kennir námskeiðið Economics of Coastal and Marine Environments í þriðja skipti þetta árið.