Notum fjölskyldualbúmin
Sennilega hafa flestir reynslu af því að hafa flett gömlum fjölskyldualbúmum og haft gagn og gaman af. Í Vísindaporti föstudagsins veltir Eggert Þór Bernharðsson prófessor í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands upp ýmsum spurningum sem vaknað hafa við skoðun og könnun á fjölskyldualbúmum frá tiltekinni fjölskyldu, einkum frá árunum 1930 til 1970. Hugað verður að því hvers konar sögu sé hægt að lesa út úr albúmum af þessu tagi, hvert sé hugsanlegt gildi slíkra mynda, hvað kunni að einkenna þær og hvaða möguleika þær bjóði upp á sem heimildir.
Eggert Þór Bernharðsson lauk BA prófi í Sagnfræði frá HÍ árið 1983 og Cand.mag. prófi í sagnfræði árið 1992. Erindi Eggerts er hluti af fyrirlestraröð fræðimanna við Háskóla Íslands í tengslum við prófessorsstöðu tengdri Jóni Sigurðssyni.
Vísindaport er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs.
Eggert Þór Bernharðsson lauk BA prófi í Sagnfræði frá HÍ árið 1983 og Cand.mag. prófi í sagnfræði árið 1992. Erindi Eggerts er hluti af fyrirlestraröð fræðimanna við Háskóla Íslands í tengslum við prófessorsstöðu tengdri Jóni Sigurðssyni.
Vísindaport er öllum opið og hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs.