fimmtudagur 23. september 2010

Nordplus Voksen í Vísindaporti

Í Vísindaporti föstudagsins 24. september mun Þuríður Sigurðardóttir, starfsmaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða fjalla um verkefni á vegum Nordplus Voksen sem Fræðslumiðstöðinni bauðst að taka þátt í. Nordplus Voksen er samnorræn menntaáætlun sem veitir styrki til fullorðinsfræðslu, en verkefnið sem um ræðir kallast Nordic+ Senior Golden Examples. Auk Íslands taka þátt í verkefninu Finnland, Litháen og Noregur. Tilgangur þess var að safna saman þekkingu um árangursríkar kennsluaðferðir og námskeið í fullorðinsfræðslu, séstaklega með eldri borgara í huga.

Fjallað verður um aðdragandann að verkefninu og samstarfsaðilana, þær kannanir sem framkvæmdar voru, niðurstöður þeirra og gerður samanburður milli landa. Einnig verður sagt frá námskeiði sem var hannað og haldið í tengslum við verkefnið og námskeiðum sem hin löndin héldu. Að lokum verður farið yfir þær niðurstöður sem verkefnið skilaði af sér.

Þuríður Sigurðardóttir er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og starfar hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík en hefur búið í Hnífsdal í 7 ár.

Vísindaportið fer fram í kaffisal Háskólaseturs og hefst klukkan 12.10. Allir velkomnir!

Vísindaportið fer fram í kaffisal Háskólaseturs og hefst kl. 12.10.
Vísindaportið fer fram í kaffisal Háskólaseturs og hefst kl. 12.10.