Nordplus Voksen í Vísindaporti
Í Vísindaporti föstudagsins 24. september mun Þuríður Sigurðardóttir, starfsmaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða fjalla um verkefni á vegum Nordplus Voksen sem Fræðslumiðstöðinni bauðst að taka þátt í. Nordplus Voksen er samnorræn menntaáætlun sem veitir styrki til fullorðinsfræðslu, en verkefnið sem um ræðir kallast Nordic+ Senior Golden Examples. Auk Íslands taka þátt í verkefninu Finnland, Litháen og Noregur. Tilgangur þess var að safna saman þekkingu um árangursríkar kennsluaðferðir og námskeið í fullorðinsfræðslu, séstaklega með eldri borgara í huga.
Fjallað verður um aðdragandann að verkefninu og samstarfsaðilana, þær kannanir sem framkvæmdar voru, niðurstöður þeirra og gerður samanburður milli landa. Einnig verður sagt frá námskeiði sem var hannað og haldið í tengslum við verkefnið og námskeiðum sem hin löndin héldu. Að lokum verður farið yfir þær niðurstöður sem verkefnið skilaði af sér.
Þuríður Sigurðardóttir er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og starfar hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík en hefur búið í Hnífsdal í 7 ár.
Vísindaportið fer fram í kaffisal Háskólaseturs og hefst klukkan 12.10. Allir velkomnir!
Fjallað verður um aðdragandann að verkefninu og samstarfsaðilana, þær kannanir sem framkvæmdar voru, niðurstöður þeirra og gerður samanburður milli landa. Einnig verður sagt frá námskeiði sem var hannað og haldið í tengslum við verkefnið og námskeiðum sem hin löndin héldu. Að lokum verður farið yfir þær niðurstöður sem verkefnið skilaði af sér.
Þuríður Sigurðardóttir er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og starfar hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík en hefur búið í Hnífsdal í 7 ár.
Vísindaportið fer fram í kaffisal Háskólaseturs og hefst klukkan 12.10. Allir velkomnir!