föstudagur 16. mars 2012

Níundubekkingar GÍ í heimsókn hjá Háskólasetrinu

Hópurinn í heimsókn hjá Nýsköpunarmiðstöð.
Hópurinn í heimsókn hjá Nýsköpunarmiðstöð.
Það er ekki oft sem við fáum grunnskólanema í heimsókn og þótti okkur mjög skemmtilegt að taka á móti þessum hópi. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og vonum að þau hafi haft bæði gagn og gaman af. Vonandi fáum við svo að sjá þau aftur hér að nokkrum árum liðnum sem háskólanema.