þriðjudagur 9. febrúar 2016

Nemendur og kennarar í Landanum

Um síðustu helgi var áhugavert innslag í fréttaþættinum Landanum á RÚV um plastmengun í hafinu. Var einkum fjallað um sjálfboðaliðaferð sem farin var síðastliðið vor norður í Hornstrandafriðlandið til að hreinsa rusl úr fjörum. Fjöldi nemenda úr haf- og strandsvæðastjórnun tóku þátt í hreinsunarstarfinu en í þættinum er rætt við einn þeirra, Natalie Chaylt frá Kanada. Einnig var rætt við dr. Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, umhverfisefnafræðing hjá Matís og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumann Rannsóknarseturs HÍ á Suðurnesjum, en þau hafa bæði kennt við námsleiðina í haf- og strandsvæðastjórnun.

Hægt er að horfa á innslagið á vef Ríkisútvarpsins.


Í þættinum var rætt við Natalie Chaylt nemanda í haf- og strandsvæðastjórnun.
Í þættinum var rætt við Natalie Chaylt nemanda í haf- og strandsvæðastjórnun.