fimmtudagur 10. september 2020

Nemendur Háskólasetursins taka þáttí MAKEathon Matís

Í dag hefst svokallað MAKEathon á vegum Matís á fjórum stöðum á landinu, þ.á m. á Ísafirði og í Bolungarvík. Um er að ræða nýsköpunarkeppni sem leggur áherslu á að finna lausnir á ákveðinni áskorun eða vandamáli. Viðfangsefni þessarar keppni er hvernig megi auka verðmæti á aukahráefni úr sjávarútvegi til að gera vinnsluna sjálfbærari.

Háskólasetrið ásamt Djúpinu í Bolungarvík tekur þátt í verkefninu með Matís. Nemendur Háskólasetursins taka þátt í keppninni og er hún hluti af inngangsnámskeiði sem nemendur í Sjávarbyggðafræði sitja þessa dagana um svæðisbundna landfræði. Einnig taka flestir nemendur í haf og strandsvæðastjórnun þátt ásamt nemendum í námsleiðinni Climate Change and Global Sustainability hjá School for International Training sem dvelja í Háskólasetrinu nú á haustönn. Fyrrum nemendur Háskólasetur sem hafa útskrifast undanfarin ár og eru búsettir á Vestfjörðum eru einnig meðal þátttakenda.

Þátttaka í þessum viðburði er frábært tækifæri fyrir byggð- og auðlindafræðinga framtíðarinnar sem stunda nám við Háskólasetrið. Hér er kynnt til sögunnar sú hugmynd að búa sér til starf í stað þess að bíða eftir að fá starf. Þá er ljóst að hugmyndavinna á borð við þessa getur nýst fólki sem ætlar sér að vinna við byggðaþrónu og auðlindanýtingu. Það er verðmæt reynsla að kynnast aðferðarfræði snarpra nýsköpunarkeppni á borð við þessa og ekki ólíklegt að nemendur geti síðar nýtt sér hana.


Háskólasetrið tekur þátt í MAKEathon Matís.
Háskólasetrið tekur þátt í MAKEathon Matís.