Nemendafélagið Ægir með grillveislu
Síðastliðinn föstudag 6. júlí lauk síðasta námskeiðinu í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun, Integrated Coastal Zone Management Practical Application and Challenges, sem þýða má Samþætt strandsvæðastjórnun: hagnýt notkun og áskoranir og kennt var af Dr. Larry Hildebrand. Hjá þessum nemendum sem hófu nám sl. haust tekur nú við vinna við meistaraverkefni og má búast við að sú vinna standi eitthvað fram á næsta vetur eða jafnvel til vors. Nemendurnir munu svo útskrifast þann 17. júní 2013, að því tilskyldu að þeir nái að klára verkefni sín.
Af þessu tilefni brá nemendafélagið Ægir undir sig betri fætinum og bauð nemendum og starfsmönnum Háskólaseturs til grillveislu í porti Vestrahússins seinni part dags þar sem hefðbundinn grillmatur var í boði ásamt nýstárlegum réttum að hætti nemendanna, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Ægir notaði einnig tækifærið og færði Setrinu innrammaða ljósmynd af árganginum. Þökkum kærlega fyrir þessa fallegu gjöf og fyrir rausnarlegar veitingar. Óskum þeim jafnframt velgengnis í þessari krefjandi vinnu sem framundan er.
Af þessu tilefni brá nemendafélagið Ægir undir sig betri fætinum og bauð nemendum og starfsmönnum Háskólaseturs til grillveislu í porti Vestrahússins seinni part dags þar sem hefðbundinn grillmatur var í boði ásamt nýstárlegum réttum að hætti nemendanna, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Ægir notaði einnig tækifærið og færði Setrinu innrammaða ljósmynd af árganginum. Þökkum kærlega fyrir þessa fallegu gjöf og fyrir rausnarlegar veitingar. Óskum þeim jafnframt velgengnis í þessari krefjandi vinnu sem framundan er.