Nemahópur frá Manitoba Háskóla dvelur hjá Háskólasetri Vestfjarða
Undanfarna daga hefur dvalið hjá Háskólasetri Vestfjarða hópur nema frá Háskólanum í Manitoba í Kanada. Þetta þriðja árið í röð sem við tökum á móti hóp frá þessum skóla og líkt og áður er með í för Birna Bjarnadóttir, dósent, sem er kennari hópsins og forstöðumaður Íslenskudeildar Manitobaháskóla.
Dvöl þessara námsmanna hér á landi er vettvangsnámskeið um íslenska menningu, með áherslu á samband hennar við náttúru og umhverfi. Á dagskrá eru m.a. fyrirlestrar, heimsóknir á söfn, gönguferðir með leiðsögn um slóðir um Gísla sögu Súrssonar og einleikur Elfars Loga Hannessonar um Gísla. Einnig hefur verið farin ferð í Vatnsfjörð þar sem unnið er við fornleifauppgröft, en þar er einnig starfræktur vettvangsskóli í fornleifafræði.
Hópurinn kom til landsins þann 7. júlí s.l. og mun dvelja hér til 31.júlí, en dvalið er í rúmlega tvær vikur á Vestfjörðum. Gert er ráð fyrir að Birna komi til Vestfjarða að ári með nýjan hóp.
Dvöl þessara námsmanna hér á landi er vettvangsnámskeið um íslenska menningu, með áherslu á samband hennar við náttúru og umhverfi. Á dagskrá eru m.a. fyrirlestrar, heimsóknir á söfn, gönguferðir með leiðsögn um slóðir um Gísla sögu Súrssonar og einleikur Elfars Loga Hannessonar um Gísla. Einnig hefur verið farin ferð í Vatnsfjörð þar sem unnið er við fornleifauppgröft, en þar er einnig starfræktur vettvangsskóli í fornleifafræði.
Hópurinn kom til landsins þann 7. júlí s.l. og mun dvelja hér til 31.júlí, en dvalið er í rúmlega tvær vikur á Vestfjörðum. Gert er ráð fyrir að Birna komi til Vestfjarða að ári með nýjan hóp.