þriðjudagur 29. janúar 2013

Námskeiði um umhverfismat lýkur

Í þessari viku lýkur námskeiðinu Environmental Assessment (EIA and SEA) í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun. Líkt og undanfarin ár er kennsla námskeiðsins í höndum tveggja sérfræðinga í umhverfisskipulagi, þeirra Gunnars Páls Eydals, frá teiknistofunni Eik og Ólafs Árnasonar frá verkfræði- og ráðgjafafyrirtækinu EFLA.

Í fyrstu viku námskeiðsins fengu nemendur kynningu frá Sjóflóðasetri Veðurstofu Íslands um ofanflóð og ofanflóðavarnir. Í framhaldinu var rætt um umhverfismat áæltana, þ.e.a.s. mat á því hvaða umhverfisáhrif fylgja framkvæmdum skipulags á borð við deiliskipulag og aðalaskipulag. Að loknum umræðum var haldið af stað í stutta vettvangsferð þar sem varnargarðurinn við ysta hluta Gleiðarhjalla var skoðaður. Einnig var litið á önnur mannvirki svo sem brimvarnargarðana við Suðurtanga og Pollgötu.

Í næstu viku hefst svo námskeiðið Tourism Policy and Planning in Coastal Areas sem prófessor Marc L. Miller kennir.

Útikennslustofa við Gleiðarhjalla. Gunnar Páll Eydal ásamt nemendum í vettvangsferð við varnargarðinni í Gleiðarhjalla. Mynd: Rob Salisbury.
Útikennslustofa við Gleiðarhjalla. Gunnar Páll Eydal ásamt nemendum í vettvangsferð við varnargarðinni í Gleiðarhjalla. Mynd: Rob Salisbury.