þriðjudagur 22. maí 2012

Námskeið um skipulag strandsvæða

Nú stendur yfir námskeiðið Planning of Coastal and Marine Regions í meistarnámi í haf- og strandsvæðastjórnun. Kennari námskeiðsins er Dr. Patricia Manuel frá Dalhousie háskólanum í Kanada en þetta er annað árið sem Dr. Manuel kennir þetta námskeið við Háskólasetrið. Góð tengsl eru á milli Háskólasetursins og Dalhousie háskólans enda hafa fleiri kennarar meistaranámsins komið þaðan. Auk þess hefur nokkur fjöldi nemenda meistaranámsins síðustu ár lokið grunnnámi sínu við Dalhousie.

Námskeiðinu lýkur í lok næstu viku en í þar næstu viku hefst svo námskeiðið Communicating Climate Change and Sustainable Development sem Dr. Guðni Elísson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands kennir.

 Dr. Patricia Manuel frá Dalhousie háskólanum í Kanada kennir yfirstandandi námskeið um skipulag haf- og strandsvæða.
Dr. Patricia Manuel frá Dalhousie háskólanum í Kanada kennir yfirstandandi námskeið um skipulag haf- og strandsvæða.