Námskeið um prófagerð og námsmat
Á námskeiðinu er fjallað um (hlutlægt) námsmat og framkvæmd þess með skriflegum prófum og öðrum aðferðum. Horft er á samhengi náms, kennslu og námsmats: Markmið > inntak > nám og kennsla sem ferill > "learning outcomes" > matsatriði > prófatriði.
Þátttakendur ræða og fást við álitamál er tengjast gerð skriflegra prófa, t.d. við gerð krossaspurninga, annarra fjölvalsspurninga og misopinna annarra prófverkefna. Þeir ræða jafnframt aðra matsmöguleika sem völ er á. Tekið er mið af hugtökunum réttmæti og áreiðanleika. Einnig koma við sögu hugtök eins og matsviðmið, rauntengt mat (authentic assessment), frammistöðumat (performance-based assessment) og formlegt/óformlegt mat.
Námskeið í Háskólasetri Vestfjarða - þriðjudaginn 19. ágúst kl.9-12
Verð kr. 5000
Námskeiðið hentar öllum sem fást við kennslu og prófagerð.
Kennari: Meyvant Þórólfsson, prófessor við Háskóla Íslands (áður KHÍ)Verð kr. 5000
Skráning á námskeiðið fer fram hjá Háskólasetri Vestfjarða í síma 450 3040 eða í netfangið info@hsvest.is