þriðjudagur 24. maí 2011

Námskeið um haf- og umhverfisrétt

Í vikunni hófst síðasta kennslulota meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun með námskeiðinu On the Law of the Sea and the Environment. Eldgos í Grímsvötnum setti reyndar smávægilegt strik í reiknininn þar sem einn af þremur kennurum námskeiðsins festist í Hollandi um stundar sakir. Umsjón með námskeiðinu hefur Pétur Dam Leifsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands. Kennarar auk Péturs eru Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur í fiskveiðistjórnunarkefum við Lagastofnun HÍ og Hrafnhildur Bragadóttir, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

Að þessu námskeiði loknu snúa flestir nemendurnir sér að vinnu við meistaraprófsritgerðir sínar. Nemendum stendur þó einnig til boða að taka eitt aukanámskeið sem fram fer dagana 13. júní til 1. júlí . Þá verður boðið upp á námskeið um stefnumótun og skipulag í ferðamennsku með áherslu á strandsvæði. Kennari á námskeiðnu er Marc L. Miller, prófessor við Washington háskóla í Bandríkjunum en þetta er fjórða árið sem hann kennir þetta námskeið við Háskólasetrið. Vakin er sérstök athygli á því að ferðamennskunámskeiðið er opið utanaðkomandi þátttakendum, líkt og önnur valnámskeið meistaranámsins. Nánari upplýsingar um þátttöku í einstökum námskeiðum má nálgast hér.

Æfing í stjórnun auðlinda. Helgi Áss Grétarsson flutti kennsluna út í port einn góðviðrisdaginn síðasta vor.
Æfing í stjórnun auðlinda. Helgi Áss Grétarsson flutti kennsluna út í port einn góðviðrisdaginn síðasta vor.