miðvikudagur 7. janúar 2009

Námskeið í gerð umsókna um mannaskipta- og samstarfsverkefni innan Leonardó

Námskeið í gerð umsókna um mannaskipta- og samstarfsverkefni innan Leonardó starfsmenntaáætlunar ESB verður haldið föstudaginn 9.janúar kl.13-15.

Veittir eru styrkir til mannaskipta- og samstarfsverkefna í starfsmenntun.

Dæmi um verkefni:
- að senda starfsmann, nemanda eða leiðbeinanda erlendis í starfsþjálfun eða endurmenntun
- að nemendur í starfsnámi taki hluta starfsþjálfunar í öðru Evrópulandi
- samstarfsverkefni við evrópskar stofnanir og starfsmenntaskóla um þróun í starfsmenntun
- samstarf um þróun nýrra kennsluhátta, námskeiða eða aðferða við mat á námi

Næstu umsóknarfrestir eru:
-- Mannaskiptaverkefni: 6.febrúar 2009
-- Samstarfsverkefni:  20. febrúar 2009

Námskeiðið er ókeypir og öllum opið.  Skráning fer fram í síma 525 9000 og með tölvupósti á lme@hi.is.  Námskeiðið verður sent í fjarfundi til Háskólaseturs Vestfjarða en það er Landsskrifstofa Menntaáætlunar ESB sem heldur námskeiðið.