mánudagur 12. nóvember 2007

Námskeið í almannatengslum smærri fyrirtækja og stofnana

Háskólasetur Vestfjarða býður upp á örnámskeið í almannatengslum fyrir smærri stofnanir og fyrirtæki.  Kennari er Lindsay Simpson, lektor og yfirmaður blaðamennskunáms við James Cook University í Ástralíu.  Lindsay var einn af stofnendum fjölmiðladeildar Háskólans í Tasmaníu og veitti henni forstöðu um skeið.  Hún hefur mikla reynslu af fjölmiðlum og starfaði m.a. í 12 ár sem rannsóknarblaðamaður á The Sydney Morning Herald.  Þá hefur hún skrifað fjölda bóka en nýverið kom hennar fyrsta skáldsaga út á vegum Random House í Ástralíu.

Námskeiðið fer fram í stofu 2 í Háskólasetri þriðjudaginn 13. nóvember frá kl. 9-12 og er öllum opið.  Þátttökugjald er aðeins 2000 krónur, léttar veitingar innifaldar.

Athugið að kennslan fer fram á ensku.