þriðjudagur 11. nóvember 2008

Námskeið á meistarastigi: Leiðsögn í klínísku námi

Símenntun Háskólans á Akureyri býður á vorönn upp á 6 ECTS námskeið á meistarastigi fyrir háskólamenntaðar fagstéttir sem sinna leiðsögn nemenda og nýrra starfsmanna á heilbrigðisstofnunum.

Námskeiðið fylgir ákveðnum Evrópustöðlum í klínískri leiðsögn sem þróaðir voru í Leonardo verkefni sem aðilar frá sex Evrópulöndum tóku þátt í.  Meðal þátttakenda voru umsjónakennarar þessa námskeiðs fyrir hönd Háskólans á Akureyri.

Kennt verður í þreimur lotum, fjarkennt m.a. til Ísafjarðar ef næg þátttaka fæst, en í eina lotu af þremur þurfa nemendur að mæta í Háskólann á Akureyri.

Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu má finna hér

Skipulag námskeiðisins.