þriðjudagur 13. maí 2008

Námsframboð – fjarnám skólaárið 2008-2009

Í háskólum landsins er hægt að fara ýmsar leiðir í fjarnámi og er ýmislegt í boði. Háskólasetur Vestfjarða er í samstarfi við alla háskóla landsins sem bjóða upp á fjarnám og taka nemendur í flestum tilfellum öll lokapróf sín í náminu í Háskólasetrinu. Nemendur sækja einnig tíma sína í Háskólasetrinu, þ.e. þeir sem þurfa að sækja tíma í gegnum myndfundabúnað. Háskólasetur Vestfjarða stendur öllum háskólanemum á Vestfjörðum opið og er fólk hvatt til að nýta sér aðstöðuna sem boðið er upp á. Sjá nánar um námsframboð íslensku háskólanna í fjarnámi hér. Þeim sem óska eftir nánari upplýsingum eða aðstoð um það sem er í boði í fjarnámi, aðstoð við umsóknir o.s.frv. er bent að hafa samband við kennslustjóra Háskólaseturs.