föstudagur 5. september 2008

Námsferð meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun

Á mánudaginn kemur, 8. september klukkan 12.00, munu meistaranemar og kennarar í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða leggja af stað í þriggja daga námsferð á 60 feta seglskútu um Vestfirði. Í námsferðinni verða strandsvæði Vestfjarða skoðuð sérstaklega með landnýtingu og sérkenni náttúrufars í huga. Siglt verður inn eftir Ísafjarðardjúpi til eyjarinnar Vigur en síðan er stefnan tekin á Jökulfirðina. Ferðin er skipulögð af Háskólasetri Vestfjarða og Ferðaskrifstofunni Borea sem er staðsett á Ísafirði og er ferðin hluti af námi meistaranemanna í haf- og strandsvæðastjórnun.

Skútan Aurora undir þöndum seglum
Skútan Aurora undir þöndum seglum