miðvikudagur 29. apríl 2009

Námsbrautir Endurmenntunar HÍ á háskólastigi kynntar í fjarfundi

Skapaðu þína eigin framtíð með fjarnámi


Námsbrautir Endurmenntunar Háskóla Íslands


Kynning í fjarfundi miðvikudaginn 6. maí klukkan 16:00


Kynningin fer fram í Fræðslumiðstöð Vestfjarða

 

Leiðsögunám á háskólastigi

Tveggja missera nám sem er kennt samhliða í staðnámi og fjarnámi með staðbundnum lotum.
Námið hentar þeim sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi með erlenda ferðamenn.
60 eininga (ECTS) nám sem er metið til eininga í nám í ferðamálafræði við líf- og umhverfisvísindadeild HÍ svo og við hugvísindadeild HÍ og viðurkennt sem aukagrein til BA/BS prófs. Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, starfsreynsla er að auki metin.
Nánari upplýsingar og skráning

 

Rekstrar- og viðskiptanám

Tveggja missera nám sem er kennt samhliða í staðnámi og fjarnámi.
Námið hentar þeim sem vilja öðlast þekkingu í rekstrar- og viðskiptafræðum. Námið er enn fremur fyrir þá sem þegar hafa háskólagráðu, BA eða BS, en hyggja á MS-nám í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
48 eininga (ECTS) nám sem er metið að fullu í viðskiptafræðideild HÍ. Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, starfsreynsla er að auki metin.
Nánari upplýsingar og skráning

 

Mannauðsstjórnun

Þriggja missera nám sem er kennt samhliða í staðnámi og fjarnámi.
Námið er annars vegar ætlað þeim sem sinna starfsmannamálum hjá fyrirtækjum og stofnunum og vilja dýpka þekkingu sína á viðfangsefninu og hins vegar þeim sem vilja búa sig undir starf á nýjum vettvangi.
36 eininga (ECTS) nám sem er metið inn í viðskiptafræðideild HÍ. Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, starfsreynsla er að auki metin.
Nánari upplýsingar og skráning

 

Málefni innflytjenda - nám á meistarastigi

Tveggja missera nám sem er kennt samhliða í staðnámi og fjarnámi með staðbundnum lotum.
Námið mun gagnast einstaklingum sem vinna með innflytjendum í sínum daglegu störfum víða í samfélaginu, sem og þeim sem hafa áhuga á málefninu og/eða vilja búa sig undir störf á nýjum vettvangi.
45 eininga (ECTS) nám sem er metið til eininga í meistaranám í lýðheilsuvísindum innan heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Umsækjendur þurfa að hafa lokið námi á grunnstigi háskóla eða sambærilegu námi.
Nánari upplýsingar og skráning

 

Umsagnir nemenda Endurmenntunar má lesa hér

 

Seinni umsóknarfrestur til 11. maí

 

Hjá Endurmenntun starfar námsráðgjafi sem veitir aðstoð við námsval. Sjá nánar hér

 

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun.is og í síma 525 4444