Náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum
Gestur í Vísindaporti vikunnar er Björn Hafberg, náms- og starfsráðgjafi. Björn mun segja frá þriggja ára verkefni á vegum stjórnvalda um náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum. Björn hefur unnið að verkefninu á Vestfjörðum og mun gera grein fyrir helstu niðurstöðum sem varða Vestfirði samkvæmt áfangaskýrslu verkefnisins sem skilað var nýlega.
Björn Hafberg er fæddur og uppalinn á Flateyri og starfar við kennslu og ráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum ásamt því að starfa við náms- og starfsráðgjöf m.a. hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Hann er með B.ed próf frá Kennaraháskóla Íslands, BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið námi í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands.
Vísindaportið er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum þar sem einhver segir í stuttu máli, 20-30 mínútur, frá sínum núverandi eða eldri rannsóknum - og svo er orðið laust. Fyrirlesturinn fer fram í kaffisal Háskólasetursins og eru allir velkomnir.
Björn Hafberg er fæddur og uppalinn á Flateyri og starfar við kennslu og ráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum ásamt því að starfa við náms- og starfsráðgjöf m.a. hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Hann er með B.ed próf frá Kennaraháskóla Íslands, BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið námi í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands.
Vísindaportið er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum þar sem einhver segir í stuttu máli, 20-30 mínútur, frá sínum núverandi eða eldri rannsóknum - og svo er orðið laust. Fyrirlesturinn fer fram í kaffisal Háskólasetursins og eru allir velkomnir.