föstudagur 6. mars 2009

Myndlistasýning í Háskólasetrinu

Gallerí Dynjandi á Bíldudal ferðast um Vestfirði þessa dagana með sýninguna Bíldudalssteinn og Vestfirðir að vetri. Sýningin verður opin í Háskólasetri dagana 7. Og 8. mars milli klukkan 13.00 og 18.00.

Sýningin saman stendur annarsvegar af höggmyndum og málverkum eftir Hönnu Woll frá Þýskalandi og hinsvegar af ljósmyndum, þrívíddarmyndum og ljósmyndum á tjaldi eftir Hafdísi Húnfjörð frá Tálknafirði.

Á sýningunni verður sagt frá verkum þeirra þó sérstaklega sagt frá myndefninu á tjaldsýningunni og mun Jón Þórðarson sýningahaldari ræða við gesti um Vestfirði að vetri. Viðræður við sýningargesti fara fram síðustu tvo tíma hvors dags, en við formlega opnun sýningarinnar ræðir Jón við sýningargesti allan tímann.