Möguleikar á hvalaskoðun við Vestfirði
Á morgun fimmtudag munu þeir Robbie Marsland og Sigursteinn Másson frá International Fund for Animal Welfare kynna niðurstöður könnunar um möguleika á hvalaskoðun við Vestfirði. Að kynningunni lokinni munu þeir leiða umræður um efni skýrslunnar. Kynningin fer fram milli klukkan 15 og 16.30 í stofu 1-2 í Háskólasetrinu og er opinn öllum áhugasömum.