Mikil dagskrá framundan
Átakið Gefum íslensku séns er komið í sumargírinn og ýmislegt áhugavert á dagskrá á næstunni. Þar ber helst að nefna málþing sem haldið verður dagana 8.-9. júní hér í Háskólasetrinu, með áhugaverðum erindum um íslenskunám og - kennslu.
30. maí: Spurðu um málfræði.
Spurningatími um málfræði. Tími ætlaður bæði fyrir þau sem eru að læra málið og málhafa. Í Háskólasetri Vestfjarða klukkan 17:30.
31. maí: B1-B2 íslenskukúrs fyrir lengra komna.
Áhersla á að auka orðaforða og kynnast allskonar íslensku. Fyrsta skiptið á sér stað í Háskólasetri Vestfjarða klukkan 17:00-20:00 ásamt kynningu á námskeiðinu.
Skráning og nánari upplýsingar: islenska@uw.is
8. og 9. júní: Málþing Gefum íslensku séns í Háskólasetri Vestfjarða.
Dagskrá verður nánar kynnt síðar.
Þar verður einnig vinnustofa þar sem unnið verður með hvað sé hægt að gera frekar til að íslenska verði aðgengileg öllum. Leitast verður við að koma með raunhæfar hugmyndir og framkvæma þær. Frumsýning myndbanda.
6. júní: Gaman að kynnast þér íslenska í Súðavík.
Málnemar hittast og æfa að kynna sig undir leiðsögn málhafa. Staðsetning verður kynnt síðar.
13. júní: Hrað-íslenska (Speed-Icelandic) í Súðavík.
Staðsetning tilkynnt þegar nær dregur. Skráning: islenska@uw.is
19. júní: Kynnum okkur, kynnumst. Þriðja rýmið í Safnahúsinu, Ísafirði.
Æfing í að kynna sig fyrir málhöfum, segja aðeins frá sér á íslensku og heyra um aðra þegar þeir kynna sig.
Hugsað sem æfing þess sem lærist á byrjendanámskeiðum en er einnig opið fyrir lengra komna. Byrjar klukkan 18:00 stendur til 20:00.
21. júní: Gíslataka í Haukadal Dýrafirði.
Gönguferð og leiksýning í samstarfi við Komedíuleikhúsið. Skráning: islenska@uw.is
Dagskrárliðir fyrir júlí og ágúst verða kynntir í júní.
Allir dagskrárliðir eru ókeypis.
Átakið er styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála