Menntunarframboð og viðhald byggðar
Fyrirlesturinn hefst uppúr klukkan 12 í kaffisal Háskólaseturs og sem fyrr eru allir velkomnir. Vísindaportið er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum þar sem einhver segir í stuttu máli, 20-30 mínútur, frá sínum núverandi eða eldri rannsóknum – og svo er orðið laust. Fyrirlesturinn hefst uppúr klukkan 12 og fer fram í kaffisal Háskólasetursins og eru allir velkomnir.
Magnús B. Jónsson lauk doktorsprófi í landbúnaðarfræðum frá Norges Landbrukshøgskole árið 1969, en áður hafði hann lokið búfræðikandídatsprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1963. Magnús var rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri frá 1999-2005 og þar áður skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri frá 1992. Hann hefur starfað sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og sérfræðingur í kynbótum hjá Norges Pelsdyralslag. Magnús hefur verið ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins auk þess sem hann var um langt árabil kennari í búfjárrækt við Búvísindadeildina á Hvanneyri. Frá 2005 hefur Magnús verið prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri þar sem hann starfar nú í hlutastarfi jafnhliða því sem hann er í og hlutastarfi landsráðunautur í nautgriparækt hjá Bændasamtökum Íslands.